

Messa sunnudag 23. september
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA Messa sunnudag 23. september kl. 11.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. Vinsamlega sýnið tillitsemi þegar athafnir eru í kirkjunni. Please be considerate if there is a service in the church. Egill Hallgrímsson sóknarprestur Skálholtsdómkirkju, sími / phone: 894-6009 Skálholtsstaður sími / phone: 486-8870


Fermingarfræðslan er að fara af stað
Ungmenni úr Bláskógaskóla á Laugarvatni, Bláskógaskóla í Reykholti og Kerhólsskóla í Grímsnesi sækja fermingarfræðsluna í Skálholtsprestakalli. Í vikunni fór sóknarprestur í skólana og afhenti börnum blað með spurningum sem þau eiga að svara. Þau börn sem ætla að fermast í vor skila blaðinu svo til sóknarprests þegar hann kemur aftur í skólana. Foreldrar þeirra barna sem ætla að fermast munu fá bréf með upplýsingum um fermingarfræðsluna og boð um sameiginlegan fund með börnun


Barnastarfið í Skálholtsprestakalli er í Skálholtsdómkirkju á laugardagsmorgnum kl 11.00
ÞAÐ ER FYRIR FORELDRA OG BÖRN Í ÖLLUM ÁTTA SÓKNUNUM SEM MYNDA SKÁLHOLTSPRESTAKALL. Umsjón með þessu mikilvæga starfi hefur Bergþóra Ragnarsdóttir, djáknakandídat en með henni í starfinu er Jón Bjarnason, dómorganisti í Skálholti. Tilkynningar sem varða barnastarfið birtast á Facebook hópnum "Barnastarf í Skálholti". Þetta er opinn hópur og gott fyrir þá sem vilja fylgjast með barnastarfinu að skrá sig í hann og fá tilkynningar um hvað er á döfinni. Börnin fá bók til eignar og


Unglingastarfið í Skálholtsprestakalli er hafið
MOLARNIR ERU ÆSKULÝÐSFÉLAG ALLRA SÓKNANNA Í SKÁLHOLTSPRESTAKALLI Unglingastarfið í Skálholtsprestakalli er hafð. Fundir eru í Skálholtsbúðum á mánudagskvöldum kl. 20.00 til 21.45. Þetta starf er opið öllum ungmennum í 8., 9., og 10. Bekk grunnskólanna og í fyrsta bekk framhaldsskólanna. Koný Björg Jónasdóttir hefur yfirumsjón með unglingastarfinu. Með henni eru aðrir frábærir æskulýðsleiðtogar sem hafa séð um þetta farsæla starf með Konnýju á undanförnum árum. Helgarferð til


KOTTOS - með kraft og tilfinningu
Danski tónlistarhópurinn KOTTOS heldur tónleika í Skálholtskirkju þann 26. september klukkan 20.00-21.00. Aðgangseyrir klr. 3.000. Ókeypis fyrir börn að 14 ára aldri. Posi á staðnum. Tónlist KOTTOS er bæði sígild og þeirra eigin. Hinir fjóru margverðlaunuðu tónlistarmenn í KOTTOS sameinuðust um ástríðuna fyrir hinu fullkomna, því sem er öðruvísi, þjóðlagatónlistinni og tengingunni þar á milli. Með áhrifamikilli blöndu af norrænum tónlistaráhrifum sem eru fléttuð saman með áhr

Kórstjóra samvera 7.-8. september
Árleg kórstjórasamvera verður á vegum Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar í Skálholti 7.- 8. september. Megináhersla er lögð á vinnu með barnakórum og hafa stjórnendur barnakóra við kirkjur forgang um þátttöku, en samveran er opin öllum kórstjórum. Leiðbeinandi verður Sanna Valvanne, sem kemur frá Finnlandi og hefur getið sér sérlega gott orð fyrir vinnu sína með börnum og unglingum. Sanna er alin upp í hinum þekkta finnska barnakór Tapiola kórnum og hefur síðan lagt fyrir sig kórs

Organistastefnan 2018
Norska tónskáldið Trond Kverno er gestur árlegrar Organistastefnu í Skálholti um helgina. Trond Kverno er með þekktustu og virtustu tónskáldum Norðurlandanna. Hann hefur samið mjög mikið af kirkjutónlist, bæði stór kórverk og sálma og í nýju norsku sálmabókinni eru 27 sálmar við lög hans. Tónskáldið mun kynna verk sín fyrir íslenskum organistum og auk þess er Organistastefnan mikilvægur vettvangur til að efla kynni og samstarf meðal organista landsins. Í tilefni af komu Tron