
Prédikun sr. Kristjáns Björnssonar Skálholtshátíð 2018
Í forystugrein Kolbrúnar Bergþórsdóttur, ritstjóra, í Fréttablaðinu eftir Skálholtshátíð 2018 brýnir hún presta til að ræða í prédikunum sínum um álitamál og stór mál sem varða velferð mannsins, mannréttindi í samfélaginu okkar og misskiptinguna í heiminum. Leggur hún þar út frá orðum sr. Kristjáns Björnssonar í prédikun í Skálholtsdómkirkju í vígslumessunni 22. júlí. Sr. Kristján er afar þakklátur fyrir að prédikunin hafi hreyft við fólki af því að ætlunin var að hvetja til

Verðbreytingar hjá Skálholtsstað frá og með 1. september 2018
Bréf til allra er ferðaþjónustu varða. Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum þann 15. maí 2018 að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Frá og með 1. September næstkomandi verður slíkt gjald innheimt. Gjaldtakan verður eftirfarandi : Af hverjum hópferðabíl sem rúmar 30 farþega eða fleiri kr. 3.000. Af hverjum hópferðabíl sem rúmar færri 30 farþega kr. 1.500. Í gjaldinu felst að

Biskup Íslands ráðstafar 230 hektara af landi til Skógræktarfélags Íslands
Á Skálholtshátíðinni sem fór fram um helgina 20-22. júlí skrifaði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, f.h. kirkjunnar, undir samning við Skógræktarfélag Íslands um afnot af 230 hektara af landi í Skálholti til 90 ára. Landinu verður í framtíðinni breytt í yndisskóg með göngustígum sem fólk getur nýtt til útivistar. „Þessi ákvörðun er í takt við umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar um að rækta landið og sporna við losun gróðurhúsalofttegunda, sem við gerum meðal annars með skógr

Pílagrímagangan frá Þingvöllum í Skálholt á Skálholtshátíð 22 júlí.
Pílagrímagöngur í Skálholt á Skálholtshátíð sunnudaginn 22. júlí 2018. Að venju verður gengin pílagrímaganga frá Þingvöllum til hátíðarinnar. Þetta er í 15. sinn sem þessi ganga er gengin. Göngustjóri er Björn Erlingsson.
Gangan hefst laugardaginn 21. júlí með ferðabæn og fararblessun í Þingvallakirkju klukkan níu um morguninn. Þann dag er gengið að Neðra Apavatni. Sunnudagsmorguninn 22. júlí hefst gangan þar aftur klukkan 8.30 og verður gengið í Skálholt. Messa í Skálholt

METROPOLITAN FLUTE ORCHESTRA ELDUR, ÍS OG NORÐURLJÓS
Verður með tónleika í Skálholtskirkju þann 19.júlí kl 20.00. Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Efnisskrá tónleikanna Jean Sibelius (186-1957): Endurkoma Lemminkainen
(úts. fyrir flautusveit: Paige Dashner Long) Deborah Anderson (f. 1950): Fire and Ice and Other Miracles Manuel de Falla (1876-1946): Elddansinn
(úts. fyrir flautusveit: Shaul Ben-Meir) Felix Mendelssohn (1809-1847): Scherzo úr Draumi á Jónsmessunótt
(úts. fyrir flautusveit Y. Takama) Laur

Skálholtshátíð og biskupsvígsla Kristjáns Björnsonar
Á Skálholtsshátíð 22. júlí vígir frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Kristján Björnsson, nýkjörinn vígslubiskup í Skálholti og setur hann í embætti við messu í Skálholtsdómkirkju. Messan hefst kl. 13.30 og er fólk hvatt til að koma tímanlega á staðinn. Prestar og biskupar ganga hempuklæddir og skrýddir úr skóla til kirkju með öðrum vígsluvottum og gestum og pílagrímar ljúka göngu sinni úr Strandarkirkju og ofan úr Borgarfirði með þessari kirkjugöngu. Eftir vígslu

Sumartónleikar í Skálholti 3. júlí - 5. ágúst.
Nú eru Sumartónleikar í Skálholti að ræsa vélina og fyrsta tónleikavikan að hefjast. Marco Fusi er ítalskur fiðlusnillingur sem leikur stórt hlutverk í þessari fyrstu tónleikaviku, en líka staðartónskáld Sumartónleikanna, þær Bergrún Snæbjörnsdóttir og Bára Gísladóttir. Caput hópurinn og fleiri listamenn koma einnig við sögu og sem dæmi má nefna að tvö erlend tónskáld koma til Íslands til að fylgja eftir verkum sínum, þeir Carlo Ciceri frá Ítalíu og Esaias Järnegard frá Svíþj