
Sumartónleikar 3. júlí-5. ágúst 2018
Sumartónleikar í Skálholtskirkju hafa verið starfandi síðan 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtsdómkirkju í 5 – 6 vikur á hverju sumri. Hátíðin er sú elsta og jafnframt stærsta sinnar tegundar á landinu. Hvert sumar sækja milli 3000 og 4000 gestir hátíðina, en þeim fer fjölgandi með hverju ári. Það má því segja að hátíðin sé einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi að sumrinu til. Staðartónskáld Bára Gísladóttir og Bergrún Snæbjörnsdóttir. Aðgangur

Viðgerðir á gluggum Gerðar Helgadóttur
Á næstu dögum lýkur öðrum áfanga viðgerða listglugga Gerðar Helgadóttur í Skálholtsdómkirkju. Fulltrúar Oidtmann fyrirtækisins í Þýskalandi sem annast viðgerðirnar munu þá setja upp fimm glugga í miðskipi, stóru gluggana í Maríustúku og orgelstúku og átta glugga í kór. Síðan taka þeir niður þá glugga sem eftir eru. Það er stóri glugginn á vesturstafni, tíu minni gluggar í miðskipi og litlu gluggarnir í forkirkju og skrúðhúsi. Þessi gluggar munu síðan koma til baka í október

Fyrstu kórsumarbúðir kirkjunnar í Skálholtsbúðum 7.-10. júní 2018.
Að frumkvæði Margrétar Bóasdóttur, söngmálstjóra Þjóðkirkjunnar, eru nú í fyrsta sinn haldnar kórsumarbúðir fyrir unglingakóra í Skálholti. Þátttakendur eru 25 úr 6 kórum víðsvegar af á landinu og dvelja við söng og útivist í þrjá daga. Umsjón hafa Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir. og Margrét Bóasdóttir. Æft verður fjölbreytt prógramm og hluti þess verður fluttur í messu í Skálholtsdómkirkju kl. 11 á sunnudag. Allir eru hjartanlega velkomnir til messunna

Meðvirknisnámskeið í Skálholti 27.-31. ágúst 2018
Meðvirkninámskeiðin í Skálholti hafa vakið mikla athygli og hefur þátttakan verið afburðagóð frá fyrsta námskeiðinu sem haldið var í nóvember 2009. Dagana 27.-31. ágúst 2018 verður boðið upp á tuttugasta og annað námskeiðið hér í Skálholti um meðvirkn Umsjón með námskeiðinu hefur Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir ásamt Gyðu Dröfn Tryggvadóttur ráðgjafa. Námskeiðið hefst kl. 10.00 á mánudegi og því lýkur um kaffileytið á föstudegi. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns og vænta má

Barrokk tónleikar í Skálholts dómkirkju 15. júní kl 20.
Trompetleikararnir Jóhann Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson hafa nokkrum sinnum komið fram ásamt Jóni Bjarnasyni dómorganista í Skálholti á Skálholtshátíð, við hátíðarmessur og jóla - og aðventutónleika undanfarin ár.
Upp kom sú frábæra hugmynd að gera aðeins meira á þessum nótum og halda barrokkkvöld. Skálholtsdómkirkja er frábært hús til að flytja og hlýða á tónlist í ekki síst barrokktónlist. Það hefur sannast meðal annars með tónlistarhátíðinni Sumartónleikar í

Aðalfundur Skálholtsfélagsins 7. júní kl. 20.
Aðalfundur Skálholtsfélags hins nýja verður haldinn í Skálholti fimmtudaginn 7. júní næstkomandi klukkan 20.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður sérstaklega rætt um næstu verkefni félagsins. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Allir velkomnir. Stjórnin.