
Fuglaskoðun í Skálholti með Jóhann Óla Hilmarsson 21. júní
Fimmtudaginn 21. júní mun Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar og höfundur Fuglavísis, leiða fuglaskoðun í Skálholti. Varptíminn stendur sem hæst og má búast við að sjá ýmsa algenga mófugla og skógarfugla í göngunni. Jóhann Óli mun jafnframt segja frá fuglalífi í Tungunum og benda á helstu skoðunarstaði. Hafið með ykkur sjónauka. Hlökkum til að sjá ykkur.

Íbúafundur miðvikudaginn 30.maí 2018
klukkan 15.00 – 16.30
Stjórn Skálholts boðar til fundarins. Tilgangur hans er að kynna íbúum í nágrenni Skálholts nýtt deiliskipulag fyrir Skálholtsstað og alla Skálholtslandareignina. Ennfremur verður gerð grein fyrir eftirfarandi verkefnum: 1. Breytingar á Biskupshúsinu vegna nýs hlutverks hússins til þjónustu við starfsfólk og gesti kirkjunnar, ferðamenn og ferðaþjónustuaðila.
2. Staða viðgerða listglugga Gerðar Helgadóttur. 3. Samstarf Minjastofnunar og Skálholtsstaðar um merkingar á staðnum,

Pílagrímaleiðin Strandarkirkja heim í Skálholt 2018
Fimm sunnudaga sumarið 2018 verður pílagrímaleiðin frá Strandarkirkju í Selvogi heim í Skálholt gengin. Skipuleggjendur eru Suðurprófastsdæmi og Skálholt. Fyrsti leggurinn verður farinn sunnudaginn 27. maí. Viltu koma?
Viltu lesa frekar um? Sjá: www.pilagrimagongur.is Þátttakendur mæti á einkabílum á áfangastað hverrar göngu og skilja bíla eftir þar. Rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar og svo er gengið til áfangastaðar þar sem bílarnir bíða. Hægt að fara í staka

Kórtónlist í Skálholti annan í Hvítasunnu klukkan 20:00
Skálholtskórinn tekur á móti Missouri State University Chorale
Boðið verður upp á mikla söngveislu í Skálholti á annan í Hvítasunnu þegar þessi frábæri kór kemur í heimsókn í Skálholt.
Kórinn er á 18 daga ferðalagi um Ísland, Noreg, Svíþjóð og Danmörku. Kórinn hefur ferðast víða um heim og haldið tónleika um öll Bandaríkin, Evrópu og í suður Afríku á liðnum árum. Kórinn syngur reglulega á ráðstefnum samtaka amerískra kórstjóra og fleira. Í kórnum eru útvaldir söngvarar se

Miðalda málsverður að hætti heilags Þorláks í Skálholti 16 júní
Miðalda málsverðurinn hefur verið sóttur í ýmsar heimildir, til dæmis handrit að kokkabók frá miðöldum hefur að einhverju leyti verið stuðst við, og svo heimildir úr fornleifum sem hafa fundist hér, til dæmis hvað hefur verið ræktað hér í Skálholti. Kvöldverðurinn er að hætti heilags Þorláks sem var biskup í Skálholti rétt fyrir 1200.
Þetta er máltíð og veisla að sið höfðingja í Evrópu á þessum tíma því menningin hérna var í sjálfu sér ekkert frábrugðin því sem gerðist þar

Skráning á kyrrðardaga fyrir konur 20.-23. september 2018
Allt andar af sögu og helgi á Skálholtsstað sem hefur áhrif á flesta þá er þangað koma. Fólk sem þarf að takast á við erfiðar ákvarðanir eða þungbærar fréttir er velkomið að eiga skjól í Skálholti, sömuleiðis þau sem vilja vera í kyrrð með sjálfum sér og Guði sínum. Einnig eru skipulagðir kyrrðardagar fyrir hópa og eru öllum opnir. Í september, 20. - 23. september verða sérstakir kyrrðardagar fyrir konur en þeir bera heitið "Fyrirgefningin". Fyrirgefningin Vitnað í Efes. 4:32

100 ára afmæli fullveldi Íslands
Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands stendur Skálholtsstaður fyrir röð viðburða þar sem boðið verður upp á ýmsan fróðleik sem tengist sögu staðarins. Miðvikudaginn 20 juní kemur Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur til okkar. Hún ætlar að ganga með okkur um nágrenni Skálholtsstaðar þar sem við fræðumst um ýmsar tegundir plantna, ekki síst þær sem tilheyra íslensku flórunni. Opið öllum, endilega mæta með bók um flóru íslands, og ykkur er velkomið að fá ykkur kaffi

Skálholtsbjórinn kynntur
Þann 5 maí verður veisla í Skálholtsskóla. Á holtinu þar sem skálað hefur verið í 1000 ár, mun fyrsti Skálholtsbjórinn líta dagsins ljós með tilheyrandi pompi og prakt, en hann verður seldur á miðaldaverði þetta eina kvöld og í boði verður smakk á miðaldakvöldverðinum.
Einnig verður boðið upp á staðarleiðsögn, söng frá Unni Malín og orgelleik Jóns Bjarnasonar.
Jarteiknabækur bera með sér að oft misheppnaðist ölgerðin á Íslandi á fyrri öldum. Það kom „skjaðak" í ölið, se