JÓN HALLDÓRSSON

Jón Halldórsson var norskur biskup í Skálholti 1322–1339.

Hann kom úr Noregi, var lærður í París og Bologna, bróðir af predikarareglunni og kenndi í dæmisögum sem kölluðust ævintýr á norrænu og eru einhver varðveitt á fornum kálfskinnbókum í Árnasafni.