jonbjarna.jpg

Jafnan er messað í Skálholtsdómkirkju alla sunnudaga kl. 11 og á hátíðum. Morgunbænir eru kl. 9 flesta virka daga. Sóknarprestur í afleysingum er sr. Axel Njarðvík.

Kirkjan er opin alla daga kl. 9 til 18.

Í Skálholtsskóla er aðstaða fyrir fundi, námskeið og ráðstefnur, tveir fundar- og fyrirlestrasalir og setustofa og auk þess salur í Skálholtsbúðum. Kyrrðardagar, fyrirlestrar, málþing, námskeið og vettvangsferðir eru reglulega á dagskrá og aðstaðan er einnig til leigu fyrir hópa.

Skálholt er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Í kjallara kirkjunnar er sýning með gripum og sögubrotum. Hægt er að bóka stutta og langa staðarskoðun fyrir hópa og einstaklinga allt árið með leiðsögn um kirkjuna, sýninguna og sögustaði í Skálholti.

Vefur-0929.jpg
Vefur-0920.jpg

Í Skálholti er gisting í mismunandi verðflokkum. Í Skálholtsskóla eru 18 herbergi og önnur gisting er í Skálholtsbúðum, Selinu og Gestastofu. Hægt er að bóka gistinguna hér. 

Veitingastaðurinn í Skálholtsskóla er opinn frá kl. 9 - 17 alla daga í vetur en lengur ef pantað er. Í boði er morgunverður, súpur og nýbakað brauð, léttir réttir, ýmsar máltíðir, kaffi, tertur, kökur og vínveitingar. Hægt er að panta miðaldakvöldverð fyrir hópa og fá verðtilboð. 

Skálholtsdómkirkja er vinsæl til tónleikahalds allt árið. Á heimasíðunni eru fréttir af einstökum tónleikum. Sumartónleikar í Skálholti er metnaðarfull menningardagskrá í júlí ár hvert. Skálholtskórinn og organisti annast mikinn og góðan tónlistarflutning á Skálholthátíð og öðrum viðburðum og hátíðum.

Fréttir og upplýsingar

Næstu viðburðir og skráning

 • Ókeypis leiðsögn um Skálholt - Virkir dagar kl 11 og 14
  04. ágú., 11:00 – 11:05
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kirkjuverðir í Skálholti bjóða upp á ókeypis leiðsögn um Skálholtsdómkirkju alla virka daga (mán - fös) kl 11:00 og kl 14:00. Göngurnar verða út miðjan ágúst og taka um 30 mín.
  Share
 • Meðvirkninámskeið 6-10 september nk.
  06. sep., 10:00 – 10. sep., 15:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Anna Sigríður Pálsdóttir heldur meðvirkninámskeið í Skálholti dagana 6-10 sept nk. Námskeiðið hefst kl 10:00 á mánudegi og lýkur um kaffileytið á föstudegi. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns og vænta má biðlista á námskeiðið.
  Share
 • Kyrrðardagar kvenna í Skálholti 16 - 19 september 2021
  16. sep., 17:00 – 19. sep., 13:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kyrrðardagar kvenna í Skálholti 16 - 19 september 2021. Kyrrðardagar kvenna í Skálholti eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og kyrrð á helgum stað. Allt umhverfi Skálholts býður upp á frið, kyrrð og næringu fyrir líkama, anda og sál.
  Share
 • Biblíuleg íhugun 23-26 sept 2021
  fim., 23. sep.
  Skálholt
  23. sep., 18:00 – 26. sep., 13:30
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á námskeið í Biblíulegri íhugun 23. – 26. september 2021. Biblíuleg íhugun, eða Lectio divina, er aldagömul aðferð sem gengur út á að lesa Biblíuna með bæn að leiðarljósi. Á þessu námskeiði verður aðferðin kennd og iðkuð í margvíslegu samhengi.
  Share
 • Kyrrðabænadagar 20 - 23 janúar 2022
  20. jan. 2022, GMT – 18:00 – 23. jan. 2022, GMT – 14:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kyrrðarbænadagar í Skálholti 20. – 23. janúar 2022 Kyrrðarbænadagar í Skálholti veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í kyrrð, mildi, þögn og hvíld. Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi standa fyrir þessum dögum og því er iðkun Kyrrðarbænar og Lectio divina í forgrunni.
  Share
 • Námskeið um fyrirgefninguna 17 - 20 febrúar 2022
  17. feb. 2022, GMT – 18:00 – 20. feb. 2022, GMT – 14:00
  Skálholt, Skálholt, Iceland
  Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á námskeið um fyrirgefningu í Skálholti 17. - 20. febrúar 2022. Jafnframt námskeiði um fyrirgefningu er iðkun Kyrrðarbænar þungamiðja helgarinnar ásamt léttum jógaæfingum og djúpslökun.
  Share