Jafnan er messað í Skálholtsdómkirkju alla sunnudaga klukkan 11 og á hátíðum nema núna í Covid 19 er allt í streymi á fb síðu Skálholts. Morgunbænir eru kl. 9 flesta virka daga. Sóknarprestur er sr. Egill Hallgrímsson.
Kirkjan er opin alla daga kl. 9 til 18.
Í Skálholtsskóla er aðstaða fyrir fundi, námskeið og ráðstefnur, tveir fundar- og fyrirlestrasalir og setustofa og auk þess salur í Skálholtsbúðum. Kyrrðardagar, fyrirlestrar, málþing, námskeið og vettvangsferðir eru reglulega á dagskrá og aðstaðan er einnig til leigu fyrir hópa.
Skálholt er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Í kjallara kirkjunnar er sýning með gripum og sögubrotum. Hægt er að bóka stutta og langa staðarskoðun fyrir hópa og einstaklinga allt árið með leiðsögn um kirkjuna, sýninguna og sögustaði í Skálholti.
Í Skálholti er gisting í mismunandi verðflokkum. Í Skálholtsskóla eru 18 herbergi og önnur gisting er í Skálholtsbúðum, Selinu og Gestastofu. Hægt er að bóka gistinguna hér.
Veitingastaðurinn í Skálholtsskóla er opinn frá kl. 9 - 17 alla daga í vetur en lengur ef pantað er. Í boði er morgunverður, súpur og nýbakað brauð, léttir réttir, ýmsar máltíðir, kaffi, tertur, kökur og vínveitingar. Hægt er að panta miðaldakvöldverð fyrir hópa og fá verðtilboð.
Skálholtsdómkirkja er vinsæl til tónleikahalds allt árið. Á heimasíðunni eru fréttir af einstökum tónleikum. Sumartónleikar í Skálholti er metnaðarfull menningardagskrá í júlí ár hvert. Skálholtskórinn og organisti annast mikinn og góðan tónlistarflutning á Skálholthátíð og öðrum viðburðum og hátíðum.
Fréttir og upplýsingar
Næstu viðburðir og skráning
- Biblíuleg íhugun 4.-7. febrúar 2021Thu, Feb 04Skálholt
- Kyrrðadagar kvenna 25 - 28 febrúar 2021Thu, Feb 25SkálholtFeb 25, 5:00 PM – Feb 28, 1:00 PMSkálholt, Skálholt, IcelandUmsjón með þeim hafa þær : Anna, Ástríður, Bergþóra, Kristín og Þórdís Klara Kyrrðardagar kvenna eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og kyrrð á helgum stað. Allt umhverfi Skálholts býður upp á frið, kyrrð og næringu fyrir líkama anda og sál.
- Meðvirkninámskeið í Skálholti 1. - 5. mars 2021Mon, Mar 01Skálholt
- Kyrrðarbænadagar að vori, 22. - 28. apríl og/eða 22. - 25. aprílThu, Apr 22SkálholtApr 22, 5:30 PM – Apr 28, 2:00 PMSkálholt, Skálholt Cathedral, IcelandHafin er snemmskráning fyrir kyrrðardaga í Skálholti vorið 2021. Annars vegar er hægt að velja vikudvöl sem hefst fimmtudaginn 22. apríl kl. 17:30 og lýkur miðvikudaginn 28. apríl kl. 14:00 eða langa helgi sem hefst fimmtudagin 22. apríl kl. 17:30 og lýkur sunnudaginn 25. apríl kl. 14:00.